Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins

Nú liggur fyrir hvaða tíu íþróttamenn, þrír þjálfarar og þrjú lið urðu atkvæðamest í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins.

Kjörinu verður lýst í Hörpu í Reykjavík laugardagskvöldið 29. desember í sameiginlegu hófi SÍ og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, sem hefst klukkan 18.00. Bein sjónvarpsútsending á aðalrás Rúv hefst klukkan 19.40.

Íþróttmaður ársins verður nú kjörinn í 63. sinn og lið og þjálfari ársins í sjöunda sinn. 30 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna nýttu atkvæðisrétt sinn í kjörinu.

Íþróttamaður ársins
Alfreð Finnbogason, fótbolti
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir
Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti
Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
Haraldur Franklín Magnús, golf
Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingar
Martin Hermannsson, körfubolti
Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti
Valgarð Reinhardsson, fimleikar

Lið ársins
ÍBV kk, handbolti
Kvennalandslið Íslands, hópfimleikar
Landslið Íslands, golf

Þjálfari ársins
Arnar Pétursson, ÍBV
Kristján Andrésson, Svíþjóð
Þorsteinn Halldórsson, Breiðablik