Tíu tilnefndir sem Íþróttamaður ársins

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins, sem kunngjört verður í Hörpu 28. desember 2017.

Í þessum hópi hafa átta íþróttamenn verið áður á lista yfir tíu efstu í kjörinu en nýliðarnir í ár eru Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður, og kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir.

Íþróttamaður ársins er nú valinn í 62. sinn og þjálfari og lið ársins í sjötta sinn. Bein útsending frá hófi Íþróttamanns ársins verður á Rúv þann 28. desember klukkan 19.40.

Þessi eru tilnefnd í flokkunum þremur, í stafrófsröð:

Íþróttamaður ársins
Aníta Hinriksdóttir, frjálsar
Aron Einar Gunnarsson, fótbolti
Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti
Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti
Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf
Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti
Valdís Þóra Jónsdóttir, golf

Lið ársins
A-landslið karla, fótbolti
Valur meistarafl. kk., handbolti
Þór/KA meistarafl. kvk., fótbolti

Þjálfari ársins
Elísabet Gunnarsdóttir, fótbolti
Heimir Hallgrímsson, fótbolti
Þórir Hergeirsson, handbolti