Tómas Þór nýr formaður SÍ

Á aðalfundi Samtaka íþróttafréttamanna sem haldinn var í dag var Tómas Þór Þórðarson kjörinn nýr formaður SÍ. Tómas tekur við af Eiríki Stefáni Ásgeirssyni sem gegndi formennsku í samtökunum frá árinu 2013. Tómas hefur verið félagi í Samtökum íþróttafréttamanna frá 2008. Á þeim tíma hefur hann starfað sem íþróttafréttamaður hjá DV, Morgublaðinu og mbl.is, Stöð 2 Sport og Vísi, en starfar nú hjá Símanum. Tómas er þó ekki nýr í stjórn SÍ, því hann hafði verið ritari stjórnar frá 2017 og varamaður 2012-2017. Formaður er kjörinn til tveggja ára.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson var endurkjörinn gjaldkeri og Edda Sif Pálsdóttir var kjörinn nýr ritari. Eftir því sem næst verður komist er Edda Sif fyrsta konan sem kjörin er í stjórn Samtaka íþróttafréttamanna. Kosið er í stöðu ritara og gjaldkera til eins árs í senn.

Einar Örn Jónsson og Sindri Sverrisson voru endurkjörnir varamenn til eins árs og þeir Arnar Björnsson og Magnús Már Einarsson endurkjörnir skoðunarmenn reikninga.