Farið yfir sögulegt ár á aðalfundi

Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna 2021 var haldinn í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands þann 12. maí.

Fámennt var á fundinum þar sem reikningur síðasta árs var samþykktur einhljóma af fundargestum og þá fór stjórnin yfir árið 2020 sem var sögulegt, en að vissu leyti tíðindalítið vegna Covid 19.

Tómas Þór Þórðarson var endurkjörinn formaður SÍ til næstu tveggja ára en hann tók við embættinu af Eiríki Stefáni Ásgeirssyni árið 2019.

Edda Sif Pálsdóttir (ritari) og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (gjaldkeri) fullmóta stjórn samtakanna með Tómasi.