Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2022

Ómar Ingi Magnússon, íþróttamaður ársins 2022. Mynd: Mummi Lú.

Íþróttamaður ársins 2022 er handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon hjá Magdeburg. Hann varð efstur á 30 atkvæðaseðlum af 31 í ár. Hann var settur í 2. sæti á seðlinum þar sem hann var ekki efstur. Það munaði því aðeins fimm stigum að Ómar ynni með fullu húsi stiga í ár.

Ómar er aðeins annar handboltamaðurinn til að hreppa titilinn íþróttamaður ársins oftar en einu sinni. Ólafur Stefánsson hlaut heiðurinn fjórum sinnum. Þetta er nú í fjórtánda sinn sem handboltamaður er íþróttamaður ársins. Sigríður Sigurðardóttir vann fyrst (1964) svo hafa það verið Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, 2003, 2008 og 2009), Guðjón Valur Sigurðsson (2006), Alexander Petersson (2010), Aron Pálmarsson (2012) og Ómar Ingi Magnússon (2021 og 2022).

Frjálsíþróttafólk hefur oftast verið kjörið, ellefu einstaklingar í samtals 21 skipti af 66, en þó aldrei frá því Vala Flosadóttir fékk titilinn árið 2000. Þó karlar séu í miklum meirihluta yfir sigurvegara kjörsins frá upphafi þess hafa konur þó hreppt titilinn fjórum sinnum á síðustu átta árum.

Íþróttamaður ársins 2022 

1. Ómar Ingi Magnússon, handknattleikur – 615  
2. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 276 
3. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handknattleikur – 273  
4. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 172  
5. Anton Sveinn McKee, sund – 164  
6. Sandra Sigurðardóttir, fótbolti – 136
7. Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 85  
8. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 73  
9. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 65  
10. Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 62
Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 62 

12. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 50
13. Snorri Einarsson, skíði – 43
       Perla Sól Sigurbrandsdóttir, golf – 43
15. Bjarki Már Elísson, handbolti – 30
16. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 26
17. Dagný Brynjarsdóttir, fótbolti – 24
18. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 19
19. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 9
       Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 9
21. Thelma Björg Björnsdóttir, íþróttir fatlaðra – 6
22. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttir fatlaðra – 5
       Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 5
       Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 5
25. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 3
26. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 2
27. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 1  

Þjálfari ársins 2022 

1. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 138  
2. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta – 82  
3. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta – 23
Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta – 23 

5.  Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta – 7
6.  Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta – 4
7.  Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta – 1
     Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta – 1  

Lið ársins 2022 

1. Valur, meistaraflokkur karla í handbolta – 111  
2. Íslenska karlalandsliðið í handbolta – 85 
3. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta – 19  

4. Valur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta – 16
Breiðablik, meistaraflokkur karla í fótbolta – 16  
6.  Íslenska karlalandsliðið í körfubolta – 14
7.  Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum – 11
8.  Njarðvík, meistaraflokkur kvenna í körfubolta – 7