Guðmundur á AIPS námskeiði á Möltu

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson íþróttafréttamaður hjá fotbolta.net hefur undanfarna daga verið á Möltu á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn. Námskeiðið er haldið af AIPS, Alþjóða samtökum íþróttafréttamanna í samvinnu við UEFA, Evrópska knattspyrnusambandið. Námskeiðið er haldið í tengslum við Evrópumót 19 ára karlalandsliða í fótbolta.

AIPS óskaði eftir því við Samtök íþróttafréttamanna í vor að senda íslenskan íþróttafréttamann á námskeiðið. Niðurstaðan varð sú að Guðmundur Aðalsteinn fór og gat notað jafnframt notað ferðina til að vinna efni fyrir fotbolta.net frá EM 19 ára á Möltu. AIPS greiddi ferðakostnað, gistingu og uppihald.

Guðmundur Aðalsteinn er þriðji Íslendingurinn til að sækja námskeið fyrir unga íþróttafréttamenn á vegum AIPS. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fór á slíkt námskeið í Kína 2011 og aftur í Sviss 2013. Andri Yrkill Valsson sótti svo námskeið í Tékklandi árið 2015 og annað í Katar árið 2016.