Uncategorized

Gísli Þorgeir Íþróttamaður ársins 2023

Kjöri íþróttamanns ársins 2023 var lýst á Hilton hótel í Reykavík í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson handboltamaður hjá Magdeburg í Þýskalandi hlaut sæmdarheitið að þessu sinni. Gísli vann á árinu Meistaradeild Evrópu í handbolta og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Gísli fór úr axlarlið degi fyrir úrslitaleikinn, en náði engu að síður að spila úrslitaleikinn …

Gísli Þorgeir Íþróttamaður ársins 2023 Read More »

Bjarni Fel látinn

Bjarni Felixson fyrrverandi íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins og fyrrverandi formaður Samtaka íþróttafréttamanna er látinn, áttatíu og sex ára að aldri. Bjarni fæddist hinn 27. desember árið 1936. Hann lék knattspyrnu með KR við góðan orðstír og lék sex landsleiki fyrir hönd Íslands. Bjarni hóf störf hjá Sjónvarpinu árið 1969 sem umsjónarmaður enska fótboltans, sem þá var tekinn …

Bjarni Fel látinn Read More »

Guðmundur á AIPS námskeiði á Möltu

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson íþróttafréttamaður hjá fotbolta.net hefur undanfarna daga verið á Möltu á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn. Námskeiðið er haldið af AIPS, Alþjóða samtökum íþróttafréttamanna í samvinnu við UEFA, Evrópska knattspyrnusambandið. Námskeiðið er haldið í tengslum við Evrópumót 19 ára karlalandsliða í fótbolta. AIPS óskaði eftir því við Samtök íþróttafréttamanna í vor að senda íslenskan …

Guðmundur á AIPS námskeiði á Möltu Read More »