Glódís Perla er Íþróttamaður ársins 2024
Knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði Þýskalandsmeistara Bayern München og íslenska landsliðsins var í gærkvöld útnefnd Íþróttamaður ársins 2024. Þetta var í níunda sinn sem kona hlýtur nafnbótina og hún er áttunda konan til að fá sæmdarheitið, þar af sú þriðja úr knattspyrnu á eftir Margréti Láru Viðarsdóttur og Söru Björk Gunnarsdóttur. Glódís Perla fékk fullt …