Uncategorized

Bjarni Fel látinn

Bjarni Felixson fyrrverandi íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins og fyrrverandi formaður Samtaka íþróttafréttamanna er látinn, áttatíu og sex ára að aldri. Bjarni fæddist hinn 27. desember árið 1936. Hann lék knattspyrnu með KR við góðan orðstír og lék sex landsleiki fyrir hönd Íslands. Bjarni hóf störf hjá Sjónvarpinu árið 1969 sem umsjónarmaður enska fótboltans, sem þá var tekinn …

Bjarni Fel látinn Read More »

Guðmundur á AIPS námskeiði á Möltu

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson íþróttafréttamaður hjá fotbolta.net hefur undanfarna daga verið á Möltu á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn. Námskeiðið er haldið af AIPS, Alþjóða samtökum íþróttafréttamanna í samvinnu við UEFA, Evrópska knattspyrnusambandið. Námskeiðið er haldið í tengslum við Evrópumót 19 ára karlalandsliða í fótbolta. AIPS óskaði eftir því við Samtök íþróttafréttamanna í vor að senda íslenskan …

Guðmundur á AIPS námskeiði á Möltu Read More »

Samstarf við KSÍ og Blindrafélagið

Samtök íþróttafréttamanna hafa hafið samstarf við KSÍ og Blindrafélagið um sjónlýsingar á landsleikjum í fótbolta á Laugardalsvelli. KSÍ býður blindum og sjónskertum sem sækja landsleiki á Laugardalsvelli upp á ítarlegar lýsingar, ekki ósvipað og þekkist í útvarpslýsingum. Samtök íþróttafréttamanna sjá um að skaffa reynda lýsendur á leikina. Landsleikur Íslands og Slóvakíu í kvöld var fyrsti …

Samstarf við KSÍ og Blindrafélagið Read More »