Efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021

Samtök íþróttafréttamanna opinberuðu í dag, Þorláksmessu hverjir fengu flest atkvæði samtakanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2021. Samtökin hafa staðið fyrir kjörinu frá árinu 1956 og er kjörið jafn gamalt samtökunum. Frá og með árinu 2012 hafa samtökin svo einnig valið lið ársins og þjálfara ársins. Úrslitin í kjörinu verða kunngjörð í beinni útsendingu RÚV að kvöldi 29. desember. Upplýsingar um tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins og þrjá efstu í kjörinu á liði ársins og þjálfara ársins má finna hér fyrir neðan.

Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021 í stafrófsröð:
Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku
Bjarki Már Elísson, handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni
Kári Árnason, fótboltamaður í Víkingi R.
Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona í Stjörnunni
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA
Martin Hermannsson, körfuboltamaður í Valencia á Spáni
Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður í Magdeburg í Þýskalandi
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona í KA/Þór
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótboltakona í Kristianstad í Svíþjóð

Þrjú efstu liðin í stafrófsröð:
Ísland, kvennalandslið í hópfimleikum
KA/Þór, mfl. kvenna í handbolta
Víkingur R., mfl. karla í fótbolta

Þrír efstu þjálfararnir í stafrófsröð:
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi í fótbolta
Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta