Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn þriðjudaginn 30. maí. Tómas Þór Þórðarson var endurkjörinn formaður til tveggja ára og þau Edda Sif Pálsdóttir ritari og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson gjaldkeri bæði til eins árs í viðbót. Einar Örn Jónsson og Sindri Sverrisson eru áfram varamenn og Ingvi Þór Sæmundsson og Bjarni Helgason skoðunarmenn reikinga.
Rætt var um nafnabreytingu á kjöri Íþróttamanns ársins. Engin niðurstaða fékkst í það mál, en fundarmenn voru sammála að þörf væri á því að ræða það af fullri alvöru í takt við nýja og breytta tíma. Umræðum um málið var frestað þar til síðar og meðlimir samtakanna beðnir um að leggja höfuðið í bleyti um mögulegt nýtt nafn á kjörinu.