Kjöri íþróttamanns ársins 2023 var lýst á Hilton hótel í Reykavík í kvöld. Gísli Þorgeir Kristjánsson handboltamaður hjá Magdeburg í Þýskalandi hlaut sæmdarheitið að þessu sinni. Gísli vann á árinu Meistaradeild Evrópu í handbolta og var valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Gísli fór úr axlarlið degi fyrir úrslitaleikinn, en náði engu að síður að spila úrslitaleikinn með frábærum árangri. Þá var Gísli einnig valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar í vor, auk þess að spila stórt hlutverk með íslenska landsliðinu á árinu.
Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta var útnefndur þjálfari ársins og karlalið Víkings var valið lið ársins. Samtök íþróttafréttamanna stóðu fyrir verðlaunahátíðinni í kvöld í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands eins og undanfarin ár. ÍSÍ tók sundkonuna Sigrúnu Hul Hrafnsdóttur úr íþróttum fatlaðra inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Þá var Guðrún Kristín Einarsdóttir valinn sjálfboðaliði ársins og fékk titilinn Eldhugi ársins.
Íþróttamaður ársins
- Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti 500
- Anton Sveinn McKee, sund 372
- Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti 326
- Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir 101
- Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti 94
- Elvar Már Friðriksson, körfubolti 93
- Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti 73
- Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar 69
- Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar 53
- Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund 47
- Baldvin Þór Magnússon, frjálsíþróttir 37
- Jóhanna Margrét Snorradóttir, hestaíþr. 35
- Albert Guðmundsson, fótbolti 31
- Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar 30
- Snorri Einarsson, skíðaganga 28
- Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar 27
- Bjarki Már Elísson, handbolti 26
- Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti 24
- Hákon Rafn Valdimarsson, fótbolti 22
- Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti 20
- Haraldur Franklín Magnús, golf 19
- Ragnhildur Kristinsdóttir, golf 10
- Sandra Erlingsdóttir, handbolti 7