Tíu tilnefndir sem Íþróttamaður ársins
Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins, sem kunngjört verður í Hörpu 28. desember 2017. Í þessum hópi hafa átta íþróttamenn verið áður á lista yfir tíu efstu í kjörinu en nýliðarnir í ár eru Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður, og kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir. Íþróttamaður ársins er nú …