Sara Björk er Íþróttamaður ársins 2018
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg í Þýskalandi, var í kvöld útnefnd Íþróttamaður ársins 2018. Er það í fyrsta sinn sem hún hlýtur útnefninguna. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður, varð í öðru sæti og Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, í því þriðja. Lið ársins var valið landslið Íslands í golfi og þjálfari ársins Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari …