Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021
Úrslitin í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins 2021 eru ljós. Handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon handboltamaður hjá Magdeburg í Þýskalandi hlaut titilinn í ár. Hann er tíundi handboltamaðurinn frá upphafi kjörsins 1956 sem hlýtur nafnbótina. Áður höfðu Sigríður Sigurðardóttir (1964), Geir Hallsteinsson (1968), Hjalti Einarsson (1971), Alfreð Gíslason (1989), Geir Sveinsson (1997), Ólafur Stefánsson (2002, …