Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldinn fimmtudaginn 12. maí klukk1n 12.00. Venjuleg aðalfundarstörf.

Lagabreytingatillögur verða að hafa borist til félagsmanna tveimur dögum fyrir aðalfund.

Ekki er kosið til formanns á aðalfundi þessa árs en í öll önnur embætti.

Meira

Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir hlaut í kvöld sæmdarheitið Íþróttamaður ársins þegar niðurstöður kosningar Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu.

Eygló Ósk á frábært ár að baki í sundlauginni. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári og fyrsta sundkonan til að […]

Meira

Eftirfarandi ræðu flutti Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, á hófi Íþróttamanns ársins í Silfurbergi í Hörpu, 30. desember 2015:

Forseti Íslands, Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Mennta-, menningar- og íþróttamálaráðherra, góðir gestir.

Samtök íþróttafréttamanna útnefna í kvöld Íþróttamann ársins í 60. sinn. Að baki er frábært íþróttaár og erum við Íslendingar svo lánsamir að […]

Meira

Samtök íþróttafréttamanna hafa kunngjört hvaða aðilar hafa verið tilnefndir sem Íþróttamaður ársins, þjálfari ársins og lið ársins.

Í ár verður kjörinu lýst á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Silfurbergi í Hörpu, miðvikudaginn 30. desember.

Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 60. sinn en þjálfari og lið ársins í fjórða sinn.

[…]

Meira

Kjöri Íþróttamanns ársins 2015 verður lýst við hátíðlega athöfn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi miðvikudaginn 30. desember. Lið og þjálfari ársins verða einnig útnefnd en það eru Samtök íþróttamanna sem standa að kjörinu í 60. sinn.

Tilnefningar til verðlaunanna verða tilkynntar í fjölmiðlum 23. desember.

Við sama tilefni mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veita viðurkenninga […]

Meira

Á félagsfundi Samtaka íþróttafréttamanna í dag, 14. desember, var nýr meðlimur tekinn inn í samtökin. Edda Sif Pálsdóttir, sem hafið hefur störf á íþróttadeild Rúv, er því nú orðinn fullgildur meðlimur.

Félagar í Samtökum íþróttafréttamanna eru alls 26.

Meira

Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn 20. maí 2015. Stjórn SÍ var endurkjörin. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var kjörinn formaður en með honum í stjórn verða áfram Jón Kristján Sigurðsson, gjaldkeri, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, ritari. Þá verða Tómas Þór Þórðarson og Einar Örn Jónsson varamenn í stjórn og Arnar Björnsson og Sindri Sverrisson endurskoðendur. Kjörtímabil formanns er […]

Meira

Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna boðar til aðalfundar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. maí 2015 klukkan 12.00 í húsakynnum UMFÍ í Sigtúni. Kosið verður í embætti formanns til næstu tveggja ára og í önnur embætti til eins árs. Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum samtakanna.

Meira