Fréttir 2009-12

Athugasemd við uppfærslu heimasíðu SÍ, skrifuð 17. október 2017:

Eftirfarandi fréttir voru skrifaðar á sportpress.is á árunum 2011 og 2012. Eftir að heimasíðan hrundi snemma árs 2017 vegna vírusárásar náðist ekki að bjarga nema hluta af fréttum frá þessum árum – aðeins þann hluta sem birtist á forsíðu vefsins. 

Fréttir sem voru skrifaðar árin 2009 og 2010 hafa því miður glatast.

Reglugerð um kjör íþróttamanns ársins breytt

on 04/10/2012

Framhaldsaðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn í dag, 4. október 2012. Þar voru tvö mál á dagskrá. Ákveðið var að skipa starfshóp sem mun fjalla um framkvæmd á kjöri íþróttamanns ársins og mögulegar breytingar á því. Þá var 5. grein reglugerðar um kjör íþróttamanns ársins breytt þannig að hún er svohljóðandi nú:

„Atkvæðaseðlum skal skila í […]

Framhaldsaðalfundur

on 27/09/2012

Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna boðar til framhaldsaðalfundar þann 4. október 2012 klukkan 13.15. Lagabreytingartillaga sem var lögð fyrir aðalfund 31. maí 2012 verður tekin fyrir. Fundarboð hafa verið send félagsmönnum.

Nýr meðlimur í SÍ

on 01/06/2012

Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn 31. maí 2012. Ein umsókn barst um félagsaðild, frá Elvari Geir Magnússyni, og var hún samþykkt einróma. Formaður flutti skýrslu af starfi ársins og gjaldkeri kynnti ársreikninga sem voru samþykktir einróma. Sigurður Elvar Þórólfsson var kjörinn formaður til næstu tveggja ára. Eiríkur Stefán Ásgeirsson, ritari, og Jón Kristján Sigurðsson, gjaldkeri, […]

Frábært áhorf á kjör íþróttamanns ársins

on 12/01/2012

Rúm 30 prósent þjóðarinnar fylgdust með beinni útsendingu Rúv frá Grand Hótel þar sem kjöri íþróttamanns ársins 2011 var lýst. Sýnir það svo ekki sé um villst hversu vinsælt kjörið er hjá íslensku þjóðinni.

Heiðar Helguson var kjörinn íþróttamaður ársins að þessu sinni en hann gat því miður ekki verið viðstaddur vegna anna en […]

Heiðar Helguson er íþróttamaður ársins 2011

on 05/01/2012

Heiðar Helguson var í kvöld útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna en hófið fór fram á Grand Hótel. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Körfuboltamaðurinn Jakob Örn Sigurðarson varð síðan í þriðja sæti með 161 stig.

Þetta var í 56. sinn sem […]

Átta nýliðar í hópi tíu efstu

on 24/12/2011

Allir 22 meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna nýttu atkvæðisrétt sinn í kjöri íþróttamanns ársins sem verður lýst á Grand Hótel í Reykjavík þann 5. janúar næstkomandi. Alls fékk 31 íþróttamaður atkvæði en eins og venjan er á aðfangadag eru hér tilkynntir þeir tíu íþróttamenn sem fengu flest atkvæði, í stafrófsröð:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val (handbolti)
Aron […]

Nýr félagi í SÍ – stjórnin óbreytt

on 21/05/2011

Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn þann 20. maí í fundarsal UMFÍ. Sigurður Elvar Þórólfsson var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára en hann var að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili. Gjaldkeri og ritari stjórnar eru kosnir til eins árs í senn og voru þeir Jón Kristján Sigurðsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson endurkjörnir í þær stöður. Enginn […]

Aðalfundur 20. maí 2011

on 18/05/2011

Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna boðar til aðalfundar föstudaginn 20. maí næstkomandi. Fundað verður í höfuðstöðvum UMFÍ í Sigtúni 42. Fundurinn hefst klukkan 13.00.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Erlingur fékk heiðursverðlaun AIPS

on 10/01/2011

AIPS, sem eru alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, veittu í gær sundþjálfaranum Erlingi Jóhannssyni heiðursviðurkenningu en Erlingur lést á síðasta ári. Erlingur var einn af frumkvöðlum í sundþjálfun fatlaðra á Íslandi og fékk hann AIPS Power of Sports Awards verðlaunin á hátíðarsamkomu AIPS í Sviss í gær.

Nawal El Moutawakel frá Marokkó og May El Khalil frá […]

Alexander kjörinn íþróttamaður ársins 2010

on 05/01/2011

Handknattleiksmaðurinn Alexander Petersson var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2010. Kjörið er sögulegt að því leyti að Alexander er fyrsti maðurinn af erlendu bergi brotinn til þess að hljóta nafnbótina. Hann er fæddur í Lettlandi árið 1980 en hefur verið íslenskur ríkisborgari síðan 2004.

Þetta er í 55. sinn sem kosið er um íþróttamann […]