Um samtökin

Samtök íþróttafréttamanna voru stofnuð 14. febrúar 1956, fyrst og fremst til að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Fastir félagar með fullum réttindum eru þeir sem hafa það að fullri atvinnu að fjalla um íþróttir í fjölmiðlum. Þurfa þeir einnig að vera meðlimir í Blaðamannafélagi Íslands eða Félagi fréttamanna.

SÍ standa að kjöri íþróttamanns ársins og hafa gert frá stofnun. Upplýsingar um kjörið, sögu samtakanna og starf þess má finna á þessari heimasíðu. Sem og upplýsingar um stjórn og meðlimi hverju sinni.

Hafðu samband á netfanginu sportpress@sportpress.is.