Fimm nýir meðlimir

Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn í dag, í húsakynnum BÍ í Reykjavík. Fimm umsóknir um aðild lágu fyrir og voru þær allar samþykktar. Ástrós Ýr Eggertsdóttir, Bjarni Helgason, Hjörvar Ólafsson, Kristinn Páll Teitsson og Valur Páll Eiríksson eru nú orðnir fullgildir meðlimir í SÍ. Tveir gengu úr SÍ, Hans Steinar Bjarnason og Hjörtur Júlíus Hjartarson. Meðlimir í Samtökum íþróttafréttamanna eru nú 30 talsins og hafa aldrei verið fleiri.

Ekki var kosið til formanns á fundinum en Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Tómas Þór Þórðarson voru endurkjörnir í stjórn. Varastjórn og endurskoðendur eru einnig þeir sömu og síðasta ár.

Engar lagabreytingatillögur lágu fyrir. Önnur mál voru rædd og þeim vísað til stjórnar til frekari umfjöllunnar.