Sara Björk íþróttamaður ársins 2020

Sara Björk Gunnarsdóttir var í kvöld útnefnd Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem hún hýtur heiðurinn. Alls fengu 25 íþróttamenn atkvæði í kjörinu í ár. Þar af voru 15 karlar en 10 konur. Íþróttafólk frá níu mismunandi sérsamböndum innan ÍSÍ fengu stig í kjörinu í ár. Stigin í kjörinu má sjá sundurliðuð í réttri röð hér fyrir neðan.

30 félagar eru í Samtökum íþróttafréttamanna þetta árið og tóku þeir allir þátt í kjörinu. Átta þeirra vinna fyrir Sýn, sjö þeirra hjá RÚV, fimm hjá Morgunblaðinu, þrír hjá Fotbolta.net, tveir hjá Fréttablaðinu, einn hjá 433.is, einn hjá Handbolta.is, einn hjá Viaplay, einn hjá Símanum og einn hjá Kylfingi.is.

Hver íþróttafréttamaður setur tíu nöfn íþróttafólks á blað. Sá sem settur er í efsta sæti fær 20 stig, 2. sætið gefur 15 stig, 3. sætið 10 stig, 4. sætið 7 stig, 5. sætið 6 stig, 6. sætið 5 stig, 7. sætið 4 stig, 8. sætið 3 stig, 9. sætið 2 stig og 10. sætið á hverjum atkvæðaseðli gefur 1 stig. Í kjörinu á liði og þjálfara ársins eru sett þrjú nöfn á blað. Efsta sætið gefur 5 stig, 2. sætið 3 stig og 3. sætið 1 stig.

Íþróttamaður ársins 2020

1. Sara Björk Gunnarsdóttir, fótbolti – 600
2. Martin Hermannsson, körfubolti – 356
3. Aron Pálmarsson, handbolti – 266
4. Anton Sveinn McKee, sund – 209
5. Bjarki Már Elísson, handbolti – 155
6. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 126
7. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 106
8. Ingibjörg Sigurðardóttir, fótbolti – 84
9. Gylfi Þór Sigurðsson, fótbolti – 74
10. Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti – 66

11. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf – 47
12. Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar – 23
13. Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir – 15
14. Alfons Samsted, fótbolti – 10
15. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir – 8
16. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf – 7
       Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut – 7
18. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, fótbolti – 6
19. Ísak Bergmann Jóhannesson fótbolti – 5
       Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir – 5
       Steinunn Björnsdóttir, handbolti – 5
22. Vigdís Jónsdóttir, frjálsíþróttir – 4
       Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 4
24. Hilmar Snær Örvarsson, íþróttum fatlaðra – 1
       Aron Einar Gunnarsson, fótbolti – 1

Þjálfari ársins

1. Elísabet Gunnarsdóttir, fótbolti – 133
2. Arnar Þór Viðarsson, fótbolti – 55
3. Heimir Guðjónsson, fótbolti – 23*
4. Þorsteinn Halldórsson, fótbolti – 23
5. Þórir Hergeirsson, handbolti – 20
6. Guðrún Ósk Ámundadóttir, körfubolti – 14
7. Jón Þór Hauksson, fótbolti – 6
8. Stefán Arnarson, fótbolti – 1

*Heimir var í 1. sæti á fleiri atkvæðaseðlum en Þorsteinn. Heimir var því á topp 3 listanum, skv. reglum kjörsins.

Lið ársins

1. Kvennalandslið Íslands í fótbolta – 148
2. 21 árs landslið Íslands í fótbolta – 84
3. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta – 14
4. Kvennalið Fram í handbolta – 9
5. Kvennalið Skallagríms í körfubolta – 7
     Karlalið Vals í fótbolta – 7
7.    Karlalandslið Íslands í handbolta – 1