
Samtök íþróttafréttamanna í Danmörku buðu samtökum annarra norðurlanda auk Eistlands til norræns fundar í Kaupmannahöfn í vikunni. Þar báru fulltrúar stjórna samtakanna í viðkomandi löndum saman bækur sínar og fóru yfir helstu áskoranir í hverju landi fyrir sig um þessar mundir auk þess að ræða starf Alþjóða samtaka íþróttafréttamanna (AIPS). Norðurlöndin eru mis virk innan AIPS og Ísland hefur lítið tekið þátt í starfinu þar undanfarin ár.
Þá kom Hans Natorp forseti dönsku ólympíunefndarinnar einnig sem gestur fyrri daginn og hafði framsögu um íþróttir og stjórnmál og svaraði spurningum þar um. Síðari daginn var farið í Politikenshus þar sem dagblöðin Eksta bladet, Politiken og Jyllans Posten eru með ristjórnir sínar. Þar var Anders Borup frá Ekstra bladet með áhugaverða kynningu á því hvernig miðillinn hefur umbreyst úr víðlesnu dagblaði í mest lesna vef Danmerkur.

Norræn þing íþróttafréttamanna hafa verið haldin frá árinu 1954, fyrstu árin með óreglulegum hætti en frá árinu 1973 hafa þau verið annað hvert ár og skiptast samtök hvers norðurlands um sig á að halda þingin. Ísland mun halda næsta norðurlandaþing árið 2027. Fulltrúar Íslands í Kaupmannahöfn í ár voru Edda Sif Pálsdóttir (RÚV) formaður Samtaka íþróttafréttamanna, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (RÚV) gjaldkeri SÍ og Sindri Sverrisson (Sýn) varamaður í stjórn.

