Á árlegum desemberfundi Samtaka íþróttafréttamanna í dag þar sem farið var yfir árið og nýjustu mál voru einnig fimm nýir félagar teknir inn í SÍ. Það eru Anna Sigrún Davíðsdóttir á RÚV, Ágúst Orri Arnarson hjá Sýn, Bjarni Helgason á Morgunblaðinu og mbl.is, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson hjá Fótbolta.net og Sæbjörn Steinke hjá Fótbolta.net.
Félagsmenn eru nú 30 talsins í það minnsta fram að næsta aðalfundi. Gunnar Egill Daníelsson hætti störfum hjá Morgunblaðinu og mbl.is í nóvember en heldur aðild sinni í SÍ fram að næsta aðalfundi.
Fram undan er árlegt kjör SÍ á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins og hafa atkvæðaseðlar verið sendir öllum félagsmönnum. Úrslitin verða kunngjörð í Hörpu 3. janúar 2026.
