
Samtök íþróttafréttamanna fögnuðu 60 ára afmæli árið 2016. Að því tilefni var boðið til samsætis í veislusal Blaðamannafélags Íslands. Þangað var félögum í SÍ sem og gömlum félögum boðið. Í hófinu var Víði Sigurðssyni, Guðmundi Hilmarssyni og Jóni Kristjáni Sigurðssyni veitt silfurmerki Samtaka íþróttafréttamanna fyrir að minnsta kosti aldarfjórðungs störf sem íþróttafréttamenn. Þá fékk Adolf Ingi Erlingsson fyrrverandi formaður SÍ gullmerki.
Atli Steinarsson einn stofnenda SÍ og fyrsti formaðurinn afhenti stjórninni fyrstu fundargerðabók Samtaka íþróttafréttamanna sem inniheldur meðal annars fundargerðir frá stofnfundinum árið 1956.































