Aðalfundur SÍ

Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldinn fimmtudaginn 8. nóvember, klukkan 12.00, í húsakynnum Blaðamannafélag Íslands í Síðumúla 23. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingatillögur verða að hafa borist félagsmönnum ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.

Ólafía Þórunn er Íþróttamaður ársins

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er Íþróttamaður ársins 2017 en kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í hófi í Hörpu í kvöld. Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru í næstu sætum á eftir. Þetta er í fyrsta sinn í 62 ára sögu kjörsins að kylfingur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en Ólafía Þórunn …

Ólafía Þórunn er Íþróttamaður ársins Read More »

Tíu tilnefndir sem Íþróttamaður ársins

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins, sem kunngjört verður í Hörpu 28. desember 2017. Í þessum hópi hafa átta íþróttamenn verið áður á lista yfir tíu efstu í kjörinu en nýliðarnir í ár eru Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður, og kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir. Íþróttamaður ársins er nú …

Tíu tilnefndir sem Íþróttamaður ársins Read More »