Reykjavík, 14. desember 2018.
Í ljósi hegðunar þáverandi félagsmanns í Samtökum íþróttafréttamanna gagnvart öðrum félagsmanni á meðan HM karla í fótbolta stóð í Rússlandi sendir SÍ frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
Samtök íþróttafréttamanna leggja ríka áherslu á að íþróttafréttamenn geti sinnt störfum sínum án þess að verða beittir ofbeldi eða sæta óeðlilegri áreitni af nokkru tagi. Samtökin fordæma því hvers kyns ofbeldi og skora á félagsmenn að leggja sitt af mörkum við að tryggja öruggt starfsumhverfi. Stjórn SÍ harmar einnig að hafa ekki fjallað um málið fyrr en nú og biðst afsökunar vegna þessa.
Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna