Á félagsfundi Samtaka íþróttafréttamanna í dag voru tveir nýir félagar teknir inn í samtökin. Valur Páll Eiríksson hjá Sýn, sem hefur áður verið félagi í samtökunum þegar hann vann á RÚV er kominn inn í þau á ný. Helgi Fannar Sigurðsson á íþróttafréttadeild Torgs var svo sömuleiðis tekinn inn sem meðlimur samtakana í dag.
Báðir hafa þeir því atkvæðarétt í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2022, en félagar greiða atkvæði í kjörinu um helgina. Listi yfir það íþróttafólk sem endar í tíu efstu sætum kjörsins, ásamt efstu þremur þjálfurum og efstu þremur liðum verður kunngjörður í stafrófsröð í fjölmiðlum á Þorláksmessudag, 23. desember. Kjöri Íþróttamanns ársins verður svo lýst í Hörpu og í beinni útsendingu RÚV 29. desember.