Bjarni Fel látinn
Bjarni Felixson fyrrverandi íþróttafréttamaður Ríkisútvarpsins og fyrrverandi formaður Samtaka íþróttafréttamanna er látinn, áttatíu og sex ára að aldri. Bjarni fæddist hinn 27. desember árið 1936. Hann lék knattspyrnu með KR við góðan orðstír og lék sex landsleiki fyrir hönd Íslands. Bjarni hóf störf hjá Sjónvarpinu árið 1969 sem umsjónarmaður enska fótboltans, sem þá var tekinn …