Fjar-Aðalfundur
Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna boðaði til aðalfundar í síðustu viku sem haldinn var 6. nóvember með fjarfundarbúnaði, að öllum líkindum í fyrsta sinn í sögu samtakanna. Farið var yfir fordæmalaust ár, tveir nýir meðlimir teknir inn og fjórir kvaddir auk þess sem rætt var um íþróttamann ársins 2020.