Tíu tilnefndir sem Íþróttamaður ársins

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins, sem kunngjört verður í Hörpu 28. desember 2017. Í þessum hópi hafa átta íþróttamenn verið áður á lista yfir tíu efstu í kjörinu en nýliðarnir í ár eru Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður, og kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir. Íþróttamaður ársins er nú …

Tíu tilnefndir sem Íþróttamaður ársins Read More »

Atli Steinarsson látinn

Atli Steinarsson, einn stofnenda Samtaka íþróttafréttamanna og fyrsti formaður félagsins, lést 8. nóvember 2017. Atli skipaði stóran sess í sögu okkar samtaka og í hugum félagsmanna, núverandi og fyrrverandi. Atli, sem var 88 ára, var tíður gestur á hófi Íþróttamanns ársins undanfarin ár og áratugi og hélt því góðum tengslum við samtökin. Hans var minnst …

Atli Steinarsson látinn Read More »

Ný stjórn og fjórir nýir meðlimir

Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn föstudaginn 27. október 2017 í fundarsal Blaðamannafélags Íslands í Síðumúla 23. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum SÍ. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var endurkjörinn formaður SÍ til næstu tveggja ára en hann hefur gegnt embættinu síðan 2013. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Tómas Þór Þórðarson voru kjörnir stjórnarmenn næsta árið. Þorkell Gunnar hefur …

Ný stjórn og fjórir nýir meðlimir Read More »