Guðmundur á AIPS námskeiði á Möltu

Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson íþróttafréttamaður hjá fotbolta.net hefur undanfarna daga verið á Möltu á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn. Námskeiðið er haldið af AIPS, Alþjóða samtökum íþróttafréttamanna í samvinnu við UEFA, Evrópska knattspyrnusambandið. Námskeiðið er haldið í tengslum við Evrópumót 19 ára karlalandsliða í fótbolta. AIPS óskaði eftir því við Samtök íþróttafréttamanna í vor að senda íslenskan …

Guðmundur á AIPS námskeiði á Möltu Read More »

Samstarf við KSÍ og Blindrafélagið

Samtök íþróttafréttamanna hafa hafið samstarf við KSÍ og Blindrafélagið um sjónlýsingar á landsleikjum í fótbolta á Laugardalsvelli. KSÍ býður blindum og sjónskertum sem sækja landsleiki á Laugardalsvelli upp á ítarlegar lýsingar, ekki ósvipað og þekkist í útvarpslýsingum. Samtök íþróttafréttamanna sjá um að skaffa reynda lýsendur á leikina. Landsleikur Íslands og Slóvakíu í kvöld var fyrsti …

Samstarf við KSÍ og Blindrafélagið Read More »

Gaupi kveður

Guðjón Guðmundsson sagði íþróttafréttir á Stöð 2 í síðasta 31. maí og lét þar með af störfum. Guðjón starfaði sem íþróttafréttamaður hjá Stöð 2 og Bylgjunni í 32 ár. Samtök íþróttafréttamanna þakka Guðjóni kærlega fyrir hans framlag til íþróttafréttamennsku undanfarna þrjá áratugi.