Guðmundur á AIPS námskeiði á Möltu
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson íþróttafréttamaður hjá fotbolta.net hefur undanfarna daga verið á Möltu á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn. Námskeiðið er haldið af AIPS, Alþjóða samtökum íþróttafréttamanna í samvinnu við UEFA, Evrópska knattspyrnusambandið. Námskeiðið er haldið í tengslum við Evrópumót 19 ára karlalandsliða í fótbolta. AIPS óskaði eftir því við Samtök íþróttafréttamanna í vor að senda íslenskan …