Ólafía Þórunn er Íþróttamaður ársins
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er Íþróttamaður ársins 2017 en kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í hófi í Hörpu í kvöld. Knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson voru í næstu sætum á eftir. Þetta er í fyrsta sinn í 62 ára sögu kjörsins að kylfingur hlýtur sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en Ólafía Þórunn …