admin

Sara Björk er Íþróttamaður ársins 2018

Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg í Þýskalandi, var í kvöld útnefnd Íþróttamaður ársins 2018. Er það í fyrsta sinn sem hún hlýtur útnefninguna. Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður, varð í öðru sæti og Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, í því þriðja. Lið ársins var valið landslið Íslands í golfi og þjálfari ársins Kristján Andrésson, landsliðsþjálfari …

Sara Björk er Íþróttamaður ársins 2018 Read More »

Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins

Nú liggur fyrir hvaða tíu íþróttamenn, þrír þjálfarar og þrjú lið urðu atkvæðamest í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. Kjörinu verður lýst í Hörpu í Reykjavík laugardagskvöldið 29. desember í sameiginlegu hófi SÍ og Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, sem hefst klukkan 18.00. Bein sjónvarpsútsending á aðalrás Rúv hefst …

Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins Read More »

Yfirlýsing frá stjórn SÍ

Reykjavík, 14. desember 2018. Í ljósi hegðunar þáverandi félagsmanns í Samtökum íþróttafréttamanna gagnvart öðrum félagsmanni á meðan HM karla í fótbolta stóð í Rússlandi sendir SÍ frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: Samtök íþróttafréttamanna leggja ríka áherslu á að íþróttafréttamenn geti sinnt störfum sínum án þess að verða beittir ofbeldi eða sæta óeðlilegri áreitni af nokkru tagi. …

Yfirlýsing frá stjórn SÍ Read More »